Fara í efni

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Neyðarstig almannavarna fært niður í hættustig á Seyðisfirði – Aflétting rýmingar að hluta.

20.12.2020 Fréttir

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum, hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Enn er hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og verða þau áfram rýmd. Þeir íbúar sem búa utan þeirra svæða verður heimilt að snúa aftur.

Aflétting rýmingar fyrir hluta Seyðisfjarðar hefst klukkan 14:30. Íbúar sem fá að snúa aftur eru beðnir um að gefa sig fram við vegalokun á Fjarðarheiði. Áríðandi er að íbúar haldi sig sem mest heima við þegar þangað er komið og þar til um hægist. Íbúar sem ekki hafa bifreið til umráða gefi sig vinsamlegast fram í fjöldahjálparstöð í Egilsstaðaskóla. Verslun á Seyðisfirði er lokuð í dag og eru íbúar sem snúa til síns heima hvattir til þess að taka vistir og aðföng með. Almenn umferð til Seyðisfjarðar er háð takmörkunum. Óviðkomandi umferð til Seyðisfjarðar er óheimil sem fyrr.


Þær götur sem um ræðir eru þessar:

· Dalbakki

· Árbakki

· Gilsbakki

· Hamrabakki

· Fjaðarbakki

· Leirubakki

· Vesturvegur

· Norðurgata

· Ránargata

· Fjörður

· Fjarðargata

· Bjólfsgata

· Oddagata

· Öldugata

· Bjólfsbakki

· Árstígur

· Garðarsvegur

· Hlíðarvegur

· Skólavegur

· Suðurgata að Garðarsvegi

· Austurvegur að nr. 21

· Langahlíð

 

Auk bæjanna

· Dvergasteinn

· Sunnuholt

· Selsstaðir

Þeir íbúar sem ekki geta snúið til síns heima geta mætt og fengið upplýsingar á fjöldahjálparstöð í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum.
Í ljósi þessara aðgerða hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að færa neyðarstig almannavarna, sem verið hefur á Seyðisfirði, niður á hættustig.

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður
Getum við bætt efni þessarar síðu?