Vegna veðurs var öllum sýnatökum vegna COVID-19 aflýst á Austurlandi í dag. Það hefur vissulega áhrif á fjölda smittalna í fjórðungnum en fyrir liggur eftir sem áður að smit eru mörg og dreifð auk þess sem vaxandi fjöldi er í sóttkví.
Sýnataka var á Vopnafirði í gær af íbúum og starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Hún kom vel út, engin ný smit.
Sýnataka er áætluð á morgun á Reyðarfirði, þriðjudaginn 4. janúar kl. 09-10:30 og á Egilsstöðum kl. 12-13:30
Að óbreyttu hefst aftur boð um örvunarbólusetningu (þriðju bólusetningu) í næstu viku og í kjölfarið einnig boð um bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára.
Enn eru það persónulegar smitvarnir, aðgát og tillitssemi sem skilar árangri, nú þegar nærri 2 ár eru síðan við hófum þessa vegferð saman.
Áfram við öll.