Þrettándagleði Hattar verður haldin í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum mánudaginn 6.janúar.
Þar verður íþróttafólki Hattar 2024 veittar viðurkenningar en deildirnar innan Hattar sjá um að velja íþróttafólk ársins og svo er valinn íþróttamaður/kona Hattar 2024. Þar að auki er starfsmerki Hattar afhent en það eru viðurkenningar veittar til sjálfboðaliða sem hafa starfað mikið fyrir félagið.
Lúðrasveitin leikur nokkur lög og samningur vegna Unglingalandsmóts á Egilsstöðum 2025 verður undirritaður. Að lokum sér Björgunarsveitin á Héraði um glæsilega flugeldasýningu.
Dagskráin hefst kl.17:20 og um leið verður kveikt í bálkesti.
Öll hvött til að mæta og heiðra frábært íþróttafólk Hattar.