Fara í efni

Þrettándagleði á Djúpavogi frestað

06.01.2025 Fréttir

Á Djúpavogi verður þrettándanum heldur betur fagnað og jólin kvödd með pompti og prakt, en þó ekki fyrr en á miðvikudaginn þar sem veður hefur sett strik í reikninginn. 

Þann 8. janúar klukkan 17:00 verður farið í göngu sem álfakóngar og álfadrottningar leiða frá kirkjunni, í gegnum Olnbogann, að Hermannastekknum þar sem verður stoppað við bálköst. Þar verða jólasveinarnir kvaddir, söngur og flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Báru. 

Íbúar og gestir þeirra eru hvattir til að mæta vel klæddir og með stjörnuljós. 

Þrettándagleði á Djúpavogi frestað
Getum við bætt efni þessarar síðu?