Fara í efni

Tvöföld Narratíva / Double Narrative

01.03.2024 Fréttir Egilsstaðir

Laugardaginn 2. mars klukkan 15:00 opnar Hlynur Pálmason sýningu í Sláturhúsinu.

Þar sýnir hann olíu og pigment verk sem unnin eru út frá persónulegum ljósmyndum samsettum í einhvernskonar klippimyndir.

Verkin eru máluð með olíu og hreinum pigmentum sem er blandað við kanínuskinn lím og málað heitt á strigann. Hlynur Pálmason er eflaust flestum helst kunnur sem einn af okkar fremstu kvikmyndaleikstjórum og hafa tvær kvikmynda hans verið valdar sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna, það eru kvikmyndirnar Hvítur hvítur dagur og nú síðast Guðs volaða land.Hlynur hlaut einmitt Edduverðlaunin 2023 fyrir leikstjórn fyrir kvikmyndina Guðs volaða land.

Meðfram kvikmyndagerðinni hefur Hlynur fengið útrás fyrir sköpunarþrá sína í gegnum málverkið og skúlptúra. Sýningin í Sláturhúsinu er hans fyrsta einkasýning og er afar persónuleg, listamaðurinn notar eigið fjölskyldualbúm sem innblástur og vefur saman augnablik í kyrra frásögn.

Sýningin stendur til 20. apríl og er opin á opnunartímum Sláturhússins þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 11-16 og 13-16 á laugardögum og er á 1. hæð Sláturhússins.

 

EN //

This coming Saturday, 02.03, we welcome you to the opening of a new exhibition in Slaturhusid.
Hlynur Pálmason, film director and visual artist, opens his exhibiton Double Narrative, oil and pigment works based on personal photographs that are put together in a collage. The works are painted with oil and pure pigments mixed with rabbit skin glue and painted hot on the canvas. The sculptures are made out of found tools and paint cans. The exhibiton opens at 15:00.

Tvöföld Narratíva / Double Narrative
Getum við bætt efni þessarar síðu?