Á fundi sveitastjórnar Múlaþings þann 9.3.2022 var tekið fyrir erindi Sambands íslenskra sveitafélaga, en sambandið tekur undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga um að sveitastjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.
Sveitastjórn Múlaþings tekur undir þessa yfirlýsingu og samþykkti eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Múlaþings fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir er alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að koma að aðstoð við fólk á flótta og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
Hægt er að lesa frekar um málið og annað sem fram kom á sveitastjórnarfundi þann 9.3.22 hér.