Fara í efni

Sumarstörf námsmanna sumarið 2021

04.05.2021 Fréttir

Múlaþing óskar eftir námsfólki í ýmis fjölbreytt og spennandi sumarstörf vegna átaks ríkisstjórnar Íslands um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, félagasamtök og sveitarfélög.

Um er að ræða störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, og fela í sér tækifæri fyrir námsmenn til að öðlast starfsreynslu á sínu fagsviði, t.d. fyrir nema í tölvunarfræði, lögfræði, hönnun, verkfræði, tæknifræði, byggingafræði, félagsfræði, viðskiptafræði, ferðamálafræði, tómstunda- og félagsmálfræði, sagnfræði og mannauðsstjórnun.

Ráðningartími er að hámarki 2,5 mánuðir, miðað við tímabilið 15. maí - 15. september.

Störf í boði sumarið 2021:

  • Starf á umhverfis- og framkvæmdasviði
  • Aðgengisfulltrúi í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands - áhersla á byggingar og útisvæði
  • Starf með fötluðu fólki - áhersla á virkni og tómstundastarf
  • Störf við umhverfisverkefni
  • Starf í safnahúsi á Egilsstöðum
  • Starf við skjalavinnslu á fjölskyldusviði
  • Aðstoðarmaður verkefnastjóra mannauðs
  • Starf á stjórnsýslusviði - áhersla á upplýsingatækni
  • Starf á atvinnu- og menningarmálasviði
  • Starf á íþrótta- og æskulýðssviði
  • Starf á fjármálasviði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • 18 ára og eldri.
  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta og þekking á helstu tölvuforritum.
  • Menntun og reynsla sem nýtist í tilteknu starfi.

Athugið:

  • Skilyrði er að umsækjendur hafi stundað nám á vorönn 2021 og/eða séu skráðir í nám á haustönn 2021 og þurfa að skila inn staðfestingu þess efnis áður en þeir geta hafið störf.
  • Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu og verði 18 ára á árinu eða eldri.
  • Umsækjendur þurfa að tilgreina um hvað starf verið sé verið að sækja.
  • Kynnisbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Þau sem ráðin eru til starfa hjá Félagsþjónustu Múlaþings þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Vinnustaðir Múlaþings eru tóbakslausir og fjölskylduvænir.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Sótt er um störfin í gegnum ráðningavef Múlaþings https://mulathing.alfred.is/

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigrún Hólm Þórleifsdóttir á netfanginu sigrun.holm@mulathing.is

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda.

Launakjör eru skv. Kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Mynd frá Seyðisfirði.
Mynd frá Seyðisfirði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?