Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 13. apríl var samþykkt að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með 4. júlí og til og með 1. ágúst. Skrifstofan á Egilsstöðum verður lokuð frá og með 18. júlí og til og með 1. ágúst.
Sími sveitarfélagsins, 4 700 700, verður opinn þrátt fyrir lokun skrifstofanna milli kl. 8.00 og 15.30 nema föstudaga frá kl. 8.00 til 13.30.
Vegna sumarfría starfsfólks verður þjónustan takmörkuð. Fundir nefnda sveitarfélagsins verða einnig takmarkaðir á þessu tímabili en hér má sjá fundadagatal sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings.
Þá var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Múlaþings samþykkir í gær, 29. júlí, að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 29. júní 2022 og til og með 1. ágúst 2022. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn 10. ágúst.