Í sumar verður starfrækt sumarfrístund á Egilsstöðum en því miður hefur enn ekki náðst að manna sumarfrístund á Djúpavogi og Seyðisfirði.
Hingað til hefur Ungmennafélagið Neisti séð um Ævintýranámskeið fyrir krakka á Djúpavogi á sumrin en í ár sá félagið sér ekki fært að standa fyrir slíku. Í Seyðisfjarðarkaupstað bauð sveitarfélagið gjarnan upp á stutt námskeið í júní, en það tókst því miður ekki í ár.
Það var því ætlunin að í þremur byggðakjörnum yrði haldið úti sambærilegri, og faglegri, sumarfrístund sumarið 2021. Planið gekk ekki upp, því miður, en að sjálfsögðu verður haldið áfram að þróa og skipuleggja sumarfrístund í Múlaþingi öllu fyrir næsta, og næstu, ár.