Félagsþjónusta Múlaþings vekur athygli á rétti fatlaðs fólks til að sækja um styrki til námskostnaðar og til verkfæra- og tækjakaupa.
Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er heimilt að veita fötluðu fólki styrki eða fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir:
- Styrki til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni.
- Styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.
Umsóknir skulu berast til Félagsþjónustu Múlaþings, á eyðublaði sem hægt er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins eða nálgast á skrifstofu Múlaþings. Umsóknarfrestur er til 26. maí næstkomandi.
Félagsþjónusta Múlaþings
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
sími 470 0700.