Fara í efni

Stofnlögn vatnveitu Seyðisfjarðar - tengivinna

19.06.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Nú er áformað að hefja vinnu við tengingu nýrrar stofnlagnar neðan Gilsbakka klukkan 21:45 að kvöldi fimmtudagsins 20. júní. Loka þarf fyrir vatnið til alls bæjarins frá þeim tíma og fram eftir nóttu.

Eru íbúar hvattir til að byrgja sig upp af neysluvatni og vatni til að skola niður úr klósettum fyrir kvöldið og nóttina og til vara til morgunverka ef verkið gengur ekki að óskum.
Undirbúningur fyrir framkvæmdina hefur staðið lengi og vonandi verður þetta hnökralaust og klárast á 6 – 8 klst.

Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

Stofnlögn vatnveitu Seyðisfjarðar - tengivinna
Getum við bætt efni þessarar síðu?