Laust er til umsóknar fullt starf skjalastjóra hjá Múlaþingi. Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfskraftur er með fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings; Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði. Helstu verkefni og ábyrgð eru:
- Ábyrgð og umsjón með skjalasafni sveitarfélagsins.
- Ábyrgð á að móttaka, skráning og skil sé í samræmi við lög og reglugerðir.
- Umsjón með gæðahandbók.
- Fræðsla og aðstoð til starfsmanna.
- Tekur þátt í samstarfsverkefnum um þróun starfrænna lausna.
Nánari upplýsingar um starfið má finna hér