Mikið hefur snjóað til fjalla og samkvæmt forstöðumanni Stafdals, Ashley Milne er "allt klárt".
Nú er bara að vona að veðrið haldi sér en veðurkortin líta vel út fyrir helgina. Fyrstu skíðaæfingar hefjast um helgina og því mikilvægt fyrir foreldra og forráðamenn að skrá börnin til iðkunar en hér má nálgast tengil inná skráningarsvæðið.
Undirbúningur í fjallinu hefur staðið yfir frá því að fyrstu snjókorn byrjuðu að falla og þrátt fyrir hlýnun síðustu daga hefur snjórinn haldið sér að mestu.
Það er útlit fyrir frábærum skíða- og útiveru vetri.
Fylgist með opnunum Stafdals og fleiri nytsamlegum upplýsingum á vefsíðu Stafdals hér.