Fara í efni

Staða sorphirðu

23.12.2024 Fréttir

Sveitarfélagið vill biðja íbúa velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið á sorphirðu og um leið óska eftir samvinnu og skilningi íbúa á meðan verið er að vinna að úrbótum.

  • Íbúar sem hafa lent í miklum töfum geta, sér að kostnaðarlausu, komið með úrgang á móttökustöðvar. Aðeins þarf að gera grein fyrir því að um sé að ræða heimilisúrgang sem hafi ekki verið hirtur í lengri tíma.
  • Nýtt sorphirðudagatal tekur gildi á nýju ári og verður því dagatali fylgt frá og með útgáfu þess. Þó kunna að koma upp aðstæður sem seinka sorphirðu, til dæmis vond veður.
  • Íbúar í dreifbýli munu því miður þurfa að bíða eftir því að næsti sorphirðuhringur verði tekinn, það verður gert samkvæmt nýju dagatali og verður snemma á nýju ári.
  • Pappi og plast á Egilsstöðum, Völlum og í Hallormsstað verða hirt í dag og á morgun svo fremi sem veður leyfir.
  • Sé vinnubrögðum ábótavant, til dæmis þegar sorp er hirt á einum stað við hús en ekki öðrum, þá má endilega senda ábendingar um slíkt í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið harmar það hvernig úrgangsmálum hefur verið háttað undanfarið en bendir á að baki tafanna liggi ástæður sem hafa áður verið raktar. Starfsfólk Múlaþings og Kubbs vinna hörðum höndum að því að koma sorphirðu í gott horf í byrjun nýs árs.

Mikið álag hefur verið á símkerfi og öðrum samskiptaleiðum sveitarfélagsins vegna úrgangsmála, fyrirspurnum er svarað eins fljótt og hægt er. Skilvirkast er að beina þeim í gegnum heimasíðu eða tölvupóst.

Staða sorphirðu
Getum við bætt efni þessarar síðu?