Sorphirðudagatöl fyrir árið 2025 eru komin út og má nálgast þau hér að neðan. Dagatöl eru gefin út fyrir: Seyðisfjörð, Djúpavog og dreifbýli, Egilsstaði og Fellabæ og dreifbýli Fljótsdalshéraðs.
Í dagatali fyrir dreifbýli Fljótsdalshéraðs er í upphafi árs gert ráð fyrir nokkurra daga svigrúmi til að bregðast við þeirri röskun sem hefur orðið á hirðu á ákveðnum stöðum. Fjölmargar ábendingar og kvartanir hafa borist sveitarfélaginu vegna sorphirðu undanfarnar vikur og verður allt kapp lagt á að bregðast við í upphafi nýs árs.
Í sama dagatali er gerð tilraun til að aðgreina betur sorphirðusvæði þannig að íbúar átti sig betur á hvenær þeir megi vænta hirðu. Litir reitanna tákna þá úrgangsflokka sem eru sóttir hverju sinni, þannig eru grænn og svartur fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og fjólublár og blár fyrir plast, pappír og pappa. Litir dagsetninga tákna það svæði sem á að vera hirt á þeim degi.
Líkt og áður er vakin athygli á að dagatölin eru til viðmiðunar því losunardagar geta breyst án fyrirvara til dæmis vegna veðurs. Almennt á sorphirðu ekki að skeika meira en 1 til 2 dögum. Umfangsmeiri röskun á sorphirðu verður tilkynnt á heimasíðu Múlaþings og á Facebook-síðu sveitarfélagsins.
Múlaþing vill aftur biðja íbúa sína afsökunar á þeirri röskun sem hefur orðið á sorphirðu og þakkar um leið fyrir þær ábendingar sem hafa borist vegna hennar. Sveitarfélagið leggur áherslu á að sorphirða fari fram á auglýstum sorphirðudögum og treystir á íbúa til að láta vita gangi það ekki eftir.
Íbúar eru hvattir til að nýta ábendingakerfi sveitarfélagsins til að koma á framfæri ábendingum, kvörtunum eða hrósi í tengslum við sorphirðu.