Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 12. maí var samþykkt að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Skrifstofan á Egilsstöðum verður lokuð frá og með 19. júlí og til og með 30. júlí.
Sími sveitarfélagsins, 4 700 700, verður opinn þrátt fyrir lokun skrifstofanna milli kl. 8.00 og 15.45 nema föstudaga frá kl. 8 til 13.30.
Vegna sumarfría starfsfólks verður þjónustan takmörkuð. Fundir nefnda sveitarfélagsins verða einnig takmarkaðir á þessu tímabili en hér má sjá fundadagatal sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings.