Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sumarfrístund fyrir sumarið 2024, fyrir öll börn fædd 2015-2018 í Múlaþingi. Sótt er um í gegnum Sportabler appið eða í gegnum Sortabler heimasíðuna. Opið er fyrir umsóknir til 12. maí 2024 klukkan 23:59.
Sumarfrístund er frá 09:00-16:00 og greitt er fyrir viku í senn. Ef heil tímabil eru keypt er afsláttur veittur sem búið er að reikna inn í verðið í vefversluninni. Einnig er veittur systkinaafsláttur í vefversluninni. Hádegismatur og nesti er innifalið í verðinu.
Til að byrja með er boðið upp á takmörkuð pláss og þegar búið er að fylla námskeiðið þá kemur ekki boð um að kaupa námskeið heldur að skrá sig á biðlista. Þegar námskeið er keypt þýðir það að barnið er komið með pláss á sumarnámskeið þær vikur sem keyptar voru. Börn sem fara á biðlista fá upplýsingar um hvort þau fái pláss á námskeiðið þegar umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um dagskrá og þess háttar verður send foreldrum áður en hver vika í sumarfrístund hefst.