Bókaðar eru 97 skemmtiferðaskipakomur til hafna Múlaþings í sumar. Fyrsta skip sumarsins kom til Seyðisfjarðarhafnar í dag, er það skipið Viking Sky sem getur tekið allt að 930 farþega. Allir eru bólusettir um borð og sóttvarnir virtar í hvívetna.
Skipið siglir svo til Djúpavogshafnar á morgun. Talsverð umsvif fylgir móttöku skemmtiferðaskipa og ánægjulegt að starfsemin sé að taka við sér eftir Covid. Til Borgarjarðarhafnar er von á 11 komum í sumar, 39 til Djúpavogshafnar og 47 til Seyðisfjarðarhafnar.