Fara í efni

Seyðisfjörður - Aflétta á rýmingu að hluta

28.12.2020 Fréttir Aurskriður á Seyðisfirði

Fundi almannavarnanefndar, viðbragðsaðila og Veðurstofu lauk rétt í þessu. Þar kynnti Veðurstofa niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar. Var niðurstaðan sú að aflétta rýmingu að hluta. Henni hefur því verið aflétt í eftirtöldum húsum:

  • Austurvegi 32, 47, 49, 51 og 53
  • Brekkuvegi 3, 5 og 7
  • Baugsvegi 1 og 4
  • Bröttuhlið 1, 2, 3, 4 og 5
  • Múlavegi, í öllum hús ofan vegar númer, 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 53, 57 og 59
  • Hafnargata 2, 4 og 4A

Þá er áréttað að íbúar í húsum þar sem rýmingu hefur enn ekki verið aflétt, geta farið í hús sín og náð þar í nauðsynjar til að mynda og unnið að lagfæringum. Rétt er að gefa sig fram áður við viðbragðsaðila í Ferjuleiru sem veita frekari upplýsingar og aðstoð. Gæta skal að því að fara í slíkar heimsóknir í björtu og við það miðað að það sé gert milli klukkan 11 og 17.

 

Ítarlegri upplýsingar verða sendar fljótlega á vef almannavarnanefndar og fésbókarsíðu. Þær munu birtast þar á ensku og pólsku einnig.

Seyðisfjörður - Aflétta á rýmingu að hluta
Seyðisfjörður - Aflétta á rýmingu að hluta
Getum við bætt efni þessarar síðu?