Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í stafrænum lausnum hjá Múlaþingi. Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tekur þátt í innleiðingarverkefnum stafrænnar þjónustu.
- Kennir og leiðbeinir samstarfsfólki á stafræn kerfi.
- Kemur að þróun og vinnu við vefi og samfélagsmiðla sveitarfélagsins.
- Vinnur í samráði við kynningarfulltrúa að stafrænum útfærslum kynningarmála, s.s. útsendingar á netinu.
- Hefur umsjón með útsendingum funda á vegum sveitarfélagsins.
- Tekur þátt í samstarfsverkefnum um þróun starfrænna lausna fyrir sveitarfélög
Hægt er að sækja um og fá nánari upplýsingar um starfið á heimasíðu Múlaþings, Störf í boði