Þann 9. júlí næstkomandi, klukkan 15.00 verður samtímalistasafnið ARS LONGA á Djúpavogi opnað með pompi og prakt.
Safnið verður opnað með sýningunum Rúllandi snjóbolta 15 og Tímamót. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra mun opna sýningarnar formlega.
Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni ARS LONGA samtímalistasafns og kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) í Xiamen í Kína með stuðningi Múlaþings og Myndlistarsjóðs.
Sýningarnar munu standa yfir sumartímann og eru landsmenn hvattir til þess að líta við og njóta þess að bera verkin augum.