Fara í efni

Roðagyllum heiminn - höfnum ofbeldi

23.11.2023 Fréttir Egilsstaðir Seyðisfjörður

Alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum er 25. nóvember og 10. desember er mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna. Dagarnir 16 þar á milli eru helgaðir baráttu gegn kynbundnu ofbeldi víða um heim fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt mein sem hefur áhrif á miljónir kvenna og barna þeirra um allan heim. Ofbeldi má gjarnan flokka í sex flokka, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt ofbeldi og það sem kallað er eltihrellir. Mikilvægt er að beina ahyglinni að forvörnum, við þurfum öll að þekkja rauðu aðvörunarljósin til að geta brugðist við í tíma og einnig þekkja hvert við getum sótt okkur aðstoð. Góðar upplýsingar er að finna á www.112.is.

Litur þessa átaks er appelsínugulur og á hann að tákna von um bjartari framtíð án ofbeldis, sólin rís upp að nýju. Í tilefni þess eru byggingar víða um heim lýstar upp með appelsínugulu ljósi. Múlaþing tekur þátt í þessum viðburði með því að lýsa upp nokkrar byggingar í sveitarfélaginu. Má þar nefna Safnahúsið, Sláturhúsið og bæjarskrifstofur en auk þess eru kirkjur á Egilsstöðum og Seyðisfirði roðagylltar. Íbúar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum við að roðagylla umhverfi sitt og leggja þannig baráttunni lið.

Soroptimistaklúbbur Austurlands hefur um árabil tekið þátt í að vekja athygli á þessari baráttu og í ár er meðal annars efnt til ljósagöngu á Seyðisfirði laugardaginn 25. nóvember klukkan 17:00. Gengið er frá Seyðisfjarðarkirkju að Herðubreið og þar flutt erindi á vegum samtakanna Aflið og Geðheilsuteymis Austurlands yfir kaffibolla. Einnig munu fánar og plaköt sem veita upplýsingar og minna á málefnið vera sýnileg í sveitarfélaginu þessa daga.

Eitt af markmiðum Soroptimistahreyfingarinnar er að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og mikilvægur þáttur í því er að vekja athygli á og sporna gegn ofbeldi á konum.

 

SOROPTIMISTAR SEGJA NEI VIÐ OFBELDI

 

English

Abuse in close relationships is a form of violence when someone intentionally harms you, or does or says things frequently to make you upset. In Iceland, abuse is prohibited. Main forms of gender-based abuse er Emotional abuse, Physical abuse, Sexual abuse, Financial abuse, Digital abuse and Stalkers. www.112.is.

Polish

Przemoc jest wtedy, gdy ktoś robi coś, co Cię rani lub sprawia, że czujesz się źle. Przemocą w bliskim otoczeniu nazywamy, kiedy sprawca jest związany z Tobą lub spokrewniony, na przykład twój małżonek, były partner, członek rodziny lub opiekun. Przemoc jest różnorodna.

Przykłady: Przemoc psychiczna; Przemoc fizyczna; Przemoc seksualna; Przemoc finansowa; cyberprzemoc; Zaniedbanie. www.112.is

Roðagyllum heiminn - höfnum ofbeldi
Getum við bætt efni þessarar síðu?