Regnbogastræti á Seyðisfirði hefur fengið uppliftingu fyrir sumarið, en gatan var máluð af íbúum og gestum þeirra í blíðskaparveðri í gær.
Málun götunnar er dæmi um vel heppnað samfélagsverkefni sem hófst árið 2016 og hefur haldið sér síðan þá. Regnbogastræti, eða Norðurgata, er eitt helsta kennileiti Seyðisfjarðar og eitt vinsælasta myndefni Austurlands.