Fara í efni

Opnun Rúllandi snjóbolta 16 í ARS LONGA

02.07.2024 Fréttir Djúpivogur

Þann 6. júlí opnar Rúllandi snjóbolti 16 í ARS LONGA á Djúpavogi klukkan 15:00. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, mun opna sýninguna formlega. Sýningarverkefnið er unnið í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðina (CEAC) í Xiamen í Kína með stuðningi Múlaþings og Myndlistarsjóðs.

Rúllandi snjóbolti 16 er alþjóðleg samtímalistasýning sem fram fer í níunda sinn hér á landi. Í ár taka 26 listamenn þátt í sýningunni bæði íslenskir og erlendir listamenn frá Kína og Evrópu, sem vinna með hina ýmsu miðla við listsköpun sína.

Listamenn eru: Casper Braat (NL), Dirk van Lieshout (NL), Erika Streit (CH), Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir (IS), Hester Oerlemans (NL), Jaring Lokhorst (NL), Joe Keys (UK/IS), Kan Xuan (CN), Kimball Holth (AU/NL), Kristján Guðmundsson (IS), Lin Luanchong (CN), Maria-Magdalenda Ianchis (RO/AT/IS), Marianne Lammersen (NL), Marike Schuurman (NL), Marjan Laaper (NL), Meiya Lin (CN/NL), Shu Yi (CN/IS), Sigurður Guðmundsson (IS), Styrmir Örn Guðmundsson (IS), Tara Fallaux (NL), Voebe de Gruyter (NL), Wei Na (CN), Xie Xiuxiu (CN), Yang Jianxiong (CN), Yang Zhiqian (CN) & Þórdís Erla Zöega (IS).

ARS LONGA er alþjóðlegt samtímalistasafn á Djúpavogi stofnað af myndlistarmönnunum Sigurði Guðmundssyni og Þór Vigfússyni árið 2021. ARS LONGA leggur metnað í að vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi með framsæknu sýningarhaldi og eflir tengsl og samvinnu við listamenn og fagaðila á alþjóðavísu með öflugri starfsemi.

Opnun Rúllandi snjóbolta 16 í ARS LONGA
Getum við bætt efni þessarar síðu?