Fara í efni

Opnir upplýsingafunir varðandi innleiðingu á samræmdu flokkunarkerfi

21.08.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Í dag og á morgun verða haldnir opnir upplýsingarfundir varðandi innleiðinu nýs flokkunarkerfis. 

Eins og margir vita stendur til að bæta við sorptunnu í Múlaþingi um mið september. Íbúum Múlaþings mun hafa borist bæklingur sem og leiðbeiningaspjöld eru væntanleg. En ástæða auka tunnunnar er aðskilnaður á plast og pappa. 

Mikið átak stendur yfir á landinu öllu um þessar mundir í sorphirðu, endurvinnslu og endurnýtingu en Múlaþing er eitt af fyrstu sveitarfélögunum sem tók upp þriggja tunnu kerfi árið 2009. Nú á að bæta í, nú þegar frábæran árangur og vera leiðandi á sviði úrgangsmála. 

Við hvetjum íbúa til að mæta 

Upplýsingafundir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

21.08 Seyðisfjörður – Herðubreið klukkan 17:00

21.08 Egilsstaðir – Valaskjálf klukkan 20:00

22.08 Djúpivogur – Langabúð klukkan 20:30

 

 

Opnir upplýsingafunir varðandi innleiðingu á samræmdu flokkunarkerfi
Getum við bætt efni þessarar síðu?