Fara í efni

Nýjar lóðir við Borgarland og Víkurland á Djúpavogi lausar til úthlutunar

24.04.2024 Fréttir Djúpivogur

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt að auglýsa nýjar íbúðarhúsalóðir við Borgarland og athafnalóðir við Víkurland, lausar til úthlutunar.
Annars vegar er um að ræða einbýlishúsalóðir við Borgarland 23, 25, 27 og 29 auk par- og raðhúsalóða við Borgarland 48 og 50. Hins vegar eru athafnalóðir við Víkurland 8, 9A, 10A, 10B, 12 og 14.

Lóðir við Borgarland verða tilbúnar til afhendingar 1. júlí 2024 og Víkurland, 1. október eða eftir samkomulagi. Gata verður tilbúin í hæð undir jöfnunarlag (15 cm undir endanlegri hæð), lagnir lagðar og tengistútar veitna á lóðamörkum.
Lóðirnar eru aðgengilegar á kortasjá Múlaþings þar sem hakað er við “Lausar lóðir” í valstiku. Þegar smellt er á viðkomandi lóð á korti opnast upplýsingagluggi þar sem er hægt að hlaða niður deiliskipulagi og lóðablaði ásamt frekari upplýsingum. Vakin er sérstök athygli á því að með öllum lóðarumsóknum skal fylgja staðfesting á greiðsluhæfi umsækjanda frá viðskiptabanka hans.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2024 og verður lóðum úthlutað á opnum afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa að Lyngási 12 á Egilsstöðum, þann 21. maí klukkan 11:00.
Lóðunum verður úthlutað samkvæmt ákvæðum a) liðar 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Gatnagerðargjöld verða innheimt samkvæmt valinni greiðsluleið við afhendingu lóða.
Frekari upplýsingar um lóðirnar og fyrirkomulag við úthlutun má nálgast hjá skipulagsfulltrúa á netfanginu skipulagsfulltrui@mulathing.is.

     

Nýjar lóðir við Borgarland og Víkurland á Djúpavogi lausar til úthlutunar
Getum við bætt efni þessarar síðu?