Nauðsynlegt er að koma upp sjóvarnargörðum í Njarðvík í Borgarfirði hið fyrsta, staðfestir Jakob Sigurðsson fyrrum oddviti Borgarfjarðarhrepps og kjörinn fulltrúi sveitarstjórnar Múlaþings, eftir ofsaveður hinn 3. janúar síðastliðinn.
,,Tjónið var sérstaklega mikið núna, svona lagað hefur aldrei gerst hér fyrr,“ segir Jakob og greinir jafnframt að verkið eiga að fara í útboð fljótlega og framkvæmd á þessu ári. ,,Þessar fyrirhuguðu grjótvarnir eru ekki nægilega langar eða miklar til að verjast þessu öllu,“ heldur Jakob fram, ,,en beðið hefur verið um að lengja þær en ég veit ekki hvort það verður gert“.
Meðfylgjandi má líta myndskeið sem Jakob náði af sjóganginum í Njarðvíkinni hinn 3. janúar síðastliðinn.