Garðeigendur í Múlaþingi geta sótt sér moltu til að bæta jarðveg í görðum sínum sér að kostnaðarlausu. Á Egilsstöðum er molta á losunarsvæðinu utan við Eyvindará en þar er einnig hægt að ná í mold. Staðsetningu svæðisins á korti má nálgast hér. Á næstu vikum verður ný molta aðgengileg á Seyðisfirði og Djúpavogi.
Á heimasíðu Moltu ehf, sem framleiðir moltuna, segir meðal annars að „moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður til dæmis í blóma- og trjábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er samt mun efnaríkari.“
Molta er nær því að vera áburður en jarðvegur og því er best að blanda henni saman við mold eða sand, líkt og gert væri við húsdýraáburð. Frekari upplýsingar um moltuna og notkun hennar má nálgast á heimasíðu Moltu ehf. eða með því að smella hér.
Moltan er eingöngu ætluð einstaklingum en ekki fyrirtækjum.