Fara í efni

Moltan er komin á Djúpavog

22.05.2024 Fréttir Djúpivogur

Garðeigendur í Múlaþingi geta geta sótt moltu til að bæta jarðveginn í görðum sínum, sér að kostnaðarlausu. Á Djúpavogi er molta á losunarsvæðinu við Grænhraun, þar sem einnig er hægt að fá mold. Á næstu vikum verður ný molta aðgengileg á Seyðisfirði.

Molta er áburður frekar en jarðvegur og ætti því að blanda henni saman við mold eða sand, líkt og gert er með húsdýraáburð. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Moltu ehf., sem framleiðir moltuna. Þar segir meðal annars: „moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður, hentug til dæmis í blóma- og trjábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er mun efnaríkari.“

Moltan er eingöngu ætluð einstaklingum, ekki fyrirtækjum.

Moltan er komin á Djúpavog
Getum við bætt efni þessarar síðu?