Þau leiðu mistök urðu við merkingar á tunnum víða í dreifbýlinu en 660 l kör sem hingað til hafa verið nýtt fyrir pappír og plast voru merkt fyrir blandaðan úrgang og tunna fyrir blandaðan úrgang var merkt fyrir pappír og pappa.
Við viljum biðja fólk um að setja pappír og pappa í 660 l körin og blandaðan úrgang í 240 l tunnuna eins og áður hefur verið gert. Menn frá Gámafélaginu munu fara um sveitirnar í vikunni og breyta merkingunum.
Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum og vonum að þau valdi ekki ruglingi í sorpflokkuninni á komandi dögum og vikum.