Miðvikudaginn 2. júní klukkan 17.30 verður fræðslufundur fyrir foreldra á Zoom. Fyrirlesari er Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við menntavísindasvið HÍ og þjálfari hjá KVAN.
Í erindinu ræðir Vanda um vináttu, félagsfærni, kvíða, samfélagsmiðla og einelti. Fyrirlesturinn á erindi við alla foreldra, því það að rata um hinn flókna félagslega heim getur reynst öllum börnum áskorun. Þar getum við foreldrar hjálpað mikið. Áhersla verður á að gefa foreldrum hagnýt ráð, sem byggja á fræðum en ekki síst á reynslu Vöndu af vinnu með börnum og unglingum.
Eru foreldrar í Múlaþingi hvattir til þess að taka þátt og nýta sér frábært tækifæri til að fá í hendur verkfæri, tæki og tól, til þess að aðstoða sína unglinga.