Sýni sem tekin voru á fimmtudaginn 2. maí síðastliðinn við Strandaveg á Seyðisfirði sýna að örverumengun í neysluvatninu fer minnkandi.
Í sýnunum greinast kólígerlar, sem er stór hópur örvera, ræktaður við 35-37°C. Í þessum hópi eru svokallaðar umhverfisörverur en einnig þær sem tengja má saur frá blóðheitum dýrum. Fjöldi kólígerla í sýnunum var innan við 20 í 100 ml og því er ekki talið nauðsynlegt að sjóða vatnið fyrir neyslu. Engir e.coli gerlar greindust í sýnunum.
Viðkvæmir neytendur, eru hins vegar hvattir til að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Til viðkvæmra notenda teljast, börn undir 5 ára aldri, fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi, eldra fólk, barnshafandi konur og fólk með fæðuofnæmi eða fæðuóþol.
HAUST mun halda áfram að vakta vatnsgæði við Strandaveg og taka sýni í vikunni.