Vorboði Austfirðinga kom í hundraðatali að hólmanum á Borgarfirði í gærkvöldi. Hann gæti sest upp í kvöld og þannig valið sér dvalastað fyrir sumarið.
Lundinn hefur mikið aðdráttarafl enda fallegur fugl og er á lista yfir fuglategundir í bráðri hættu. Á Borgarfirði eru frábær skilyrði til þess að bera fuglana augum án þess þó að raska ró þeirra.
Þeir verða síðan boðnir formlega velkomnir á sumardaginn fyrsta að sið Borgfirðinga.