Fara í efni

Ljósin tendruð á jólatrénu á Seyðisfirði

04.12.2024 Fréttir

Næstkomandi föstudag, þann 6. desember klukkan 16:15, stendur til að tendra ljósin á jólatrénu á túninu við leikskólann á Seyðisfirði. 

Það verður mikil jólastemmning við tendrunina og íbúar hvattir til að fjölmenna á viðburðinn og njóta þess að dansa og syngja í kringum jólatréð, hlusta á jólalög og athuga hvort jólasveinarnir láti mögulega sjá sig!

Ljósin tendruð á jólatrénu á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?