Að gefnu tilefni er vakin athygli á lausum störfum í Múlaþingi.
Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi sem varð til 4. október sl. með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru rúmlega 5.000. Sveitarfélagið er landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins og nær yfir um 11 þúsund ferkílómetra.