Laus eru til umsóknar störf rekstrarstjóra, starf á snjótroðara og störf við lyftuvörslu á skíðasvæðinu í Stafdal.
Rekstur svæðisins er á hendi Skíðafélagsins í Stafdal (SKÍS).
Rekstrarstjóri sér m.a. um:
- Opnun svæðisins og daglegan rekstur þess út veturinn sem og frágang á svæðinu.
- Viðhald tækja og búnaðar.
- Ráðningu annars starfsfólks ásamt verkstýringu þeirra.
- Daglegt upplýsingaflæði í gegnum netmiðla og fjölmiðla.
- Lyftuvörslu og önnur störf sem þarf að sinna.
Lyftuverðir sjá m.a. um:
- Gæslu og eftirlit með lyftum á svæðinu.
- Sölu á aðgangskortum.
- Skíðaleigu og skíðabúnað.
- Önnur störf.
Starfsfólk á snjótroðara sér m.a. um:
- Undirbúning svæðis/snjósöfnun.
- Snjótroðslu í samvinnu við rekstrarstjóra.
- Viðhald troðara og lyfta.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Upplýsingar veitir Agnes Brá í síma 842-4365 eða á netfanginu abbirgis@gmail.com. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóv. 2021.
Heimasíða: stafdalur.is