Fara í efni

Kynningarfundur um Úthéraðsverkefni

10.05.2021 Fréttir

Haldinn verður kynningarfundur um verkefnið Úthérað – náttúruvernd og efling byggða miðvikudaginn 12. maí klukkan 20.00. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun en er jafnframt hluti af verkefni sem Fljótsdalshérað hefur unnið að á undanförnum árum um möguleika náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Úthéraði. Fundurinn verður fjarfundur og fer fram í gegnum Teams. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í kynningarfundinum geta farið inn á Facebooksíðu Múlaþings og nálgast viðburðinn þar. Fundurinn verður einnig tekinn upp þannig áhugasömum gefst tækifæri á að horfa á hann síðar.

Nálgast má tvær áfangaskýrslur, sem unnar hafa verið um verkefnið, á heimasíðu Náttúrustofunnar, þ.e. um lýsingu svæðisins og hagrænar sviðsmyndir.

Rétt er að taka fram að verkefnið tengist ekki friðlýsingaráformum heldur er um hugmyndavinnu að ræða.

Fyrirhuguð er vinnustofa í Hjaltalundi um verkefnið með þeim sem áhuga hafa um leið og aðstæður leyfa.

 

Dagskrá fundarins 12. maí

  • Farið yfir tilurð, tilgang og stöðu verkefnisins – Múlaþing, Stefán Bogi Sveinsson
  • Farið yfir niðurstöður greinargerða 1 og 2 um Úthéraðsverkefni unnar af Náttúrustofunni – Guðrún Óskarsdóttir (15 mín)
  • Hvað er friðlýsing? – Umhverfisstofnun, Ingibjörg Marta Bjarnadóttir
  • Náttúruvernd og byggðaþróun – Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði, Þorvarður Árnason
  • Leitað eftir skoðun þátttakenda sem mikilvæg innlegg fyrir lokaskýrslu um C9 verkefnið
  • Næstu skref í verkefninu – Austurbrú, Jóna Árný Þórðardóttir
Kynningarfundur um Úthéraðsverkefni
Getum við bætt efni þessarar síðu?