Frá og með 1. nóvember 2023 verður einungis tekið á móti gjaldskyldum úrgangi frá einstaklingum sem á sorpmóttökustöðvar koma gegn framvísun klippikorts.
Kortin eru seld á skrifstofum Múlaþings á Egilsstöðum, Djúpavogi og Seyðisfirði en einnig á móttökustöðvum á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Djúpavogi. Eldri kort gilda áfram.
Í boði eru tvær stærðir af klippikortum.
- Stærra kortið kostar 25.000 kr. á því eru 32 klipp. Kortið innifelur því allt að 4 m3 eða 640 kg af úrgangi.
- Minna kortið kostar 8.000 kr. á því eru 8 klipp. Kortið innfelur því allt að 1 m3 eða 160 kg af úrgangi.
Hvert klipp er fyrir allt að 0,125 m3 af gjaldskyldum úrgangi, eða 20 kg.
Mikilvægt er að allur úrgangur sem komið er með á móttökustöð sé vel flokkaður. Ef flokkuninni er ábótavant getur þurft að greiða fyrir allan úrganginn.