Fara í efni

Íbúaþátttaka óskast við mótun stefnu um þjónustu

23.08.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Seyðisfjörður

Íbúum Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar gefst nú tækifæri til þess að koma beint að mótun stefnu um þjónustustig í byggðum sveitarfélagsins.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarfélögum skylda til þess að móta stefnu um það hvaða þjónustustigi skuli haldið upp í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum og skal sú stefnumótun unnin í samráði við íbúa sveitarfélagsins.

Því hefur sveitarstjórn Múlaþings ákveðið að bjóða til íbúafunda á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði. Á fundunum mun þátttakendum vera skipt í vinnuhópa þar sem þjónusta sveitarfélagsins verður rædd, sem og með hvaða hætti hún er veitt.

Á fundi sínum í nóvember er gert ráð fyrir að sveitarstjórn afgreiði stefnu sína samhliða fjárhagsáætlun til næstu fjögurra ára.

Fundirnir verða haldnir sem hér segir:

    • Borgarfirði eystra - Álfakaffi 28. ágúst 2024, klukkan 17.00
    • Djúpavogi - Hótel Framtíð 29. ágúst 2024, klukkan 17.00
    • Seyðisfirði - Herðubreið 2. september 2024, klukkan 17.00

Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér samantekt um fyrirkomulag þjónustu Múlaþings á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þjónusta sveitarfélagsins er eitthvað sem snertir alla íbúa og því eru öll hvött til að grípa þetta frábæra tækifæri til þess að taka þátt í að móta það samfélag sem þau búa í og hafa áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir.

Íbúaþátttaka óskast við mótun stefnu um þjónustu
Getum við bætt efni þessarar síðu?