Laugardaginn 14. nóvember opnar sýningin "I don't know how to human in theater of nature" með listakonunni Laura Tack á efri hæð Sláturhússins.
Þar sem að fjöldatakmarkanir eru í gildi vegna Covid -19 verður ekki um eiginlega opnun að ræða kl 14:00 heldur munum við taka á móti gestum frá kl 14-18. Einungis 10 manns geta verið inni á sýningunni í einu og því munum við bjóða upp á heitt kakó og meðlæti til að stytta fólki stundir fyrir utan Sláturhúsið. Listakonan verður sjálf á staðnum og leiðir gesti um sýninguna. Tveggja metra reglan er í fullu gildi og við mælumst til þess að gestir mæti með grímu.
Laura er fædd í Belgíu þar sem hún menntaði sig í myndlist. Hún hefur sýnt list sína víða, þ.m.t í New York, Seyðisfirði og í Marrakech þar sem hún er búsett á þessum tímapunkti. Listaverk Lauru eru einstök en þau sveiflast á mörkum hins abstrakta og fígúratífa. Hún vinnur með ímyndað landslag og fyrirbæri í náttúrunni, sterka liti og áferðir.
Welcome to the opening of ‘I don’t know how to human in theater of nature on Saturday 14th November. A solo exhibition from painter Laura Tack at Sláturhúsið in Egilsstadir. The exhibition opens at 14:00 till 18:00.
Laura was born in Belgium where she studied visual arts. She has exhibited her art widely, including in New York, Marrakech and Seyðisfjörður where she currently resides. Laura's works of art are unique, but they fluctuate between the abstract and the figurative. She works with imaginary landscapes and phenomena in nature, strong colors and textures.