Fara í efni

Hugmyndasamkeppni um byggðamerki fyrir Múlaþing

28.10.2020 Fréttir

Á fundi byggðaráðs Múlaþings 27. október 2020 var samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggðamerki samkvæmt skilmálum reglugerðar og leiðbeininga Hugverkastofu.

Múlaþing, er sveitarfélag sem til varð 4. október 2020 með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Tákn byggðamerkisins skal hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru sveitarfélagsins, sögu þess eða ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, sbr. 4. og 5. grein reglugerðar um byggðamerki nr. 112/1999. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um gerð og skráningu byggðamerkja má finna hjá Hugverkastofunni, eða á www.hugverk.is/byggdarmerki


  • Tillögum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunni skal jafnframt fylgja lýsing á merkingu hennar og meginhugmynd.
  • Að auki skal skila merkinu á tölvutæku vektorformi.
  • Tillögurnar skal merkja að aftan með 5 stafa tölu sem höfundur velur. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni.
  • Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð til að meta tillögur sem berast. Verðlaunaupphæð er kr. 500.000 fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu. Dómnefnd áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tillögum.
  • Frestur til að skila tillögum er til 13. nóvember 2020. Tillögur sendist til: “Múlaþing, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir”, merkt “Byggðamerki”.
  • Upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.mulathing.is
Hugmyndasamkeppni um byggðamerki fyrir Múlaþing
Getum við bætt efni þessarar síðu?