Áætlað er að hreinsa rotþrær í Jökulsárhlíð, Möðrudal, Fellum og á Jökuldal á næstu mánuðum. HEF veitur standa fyrir losun á 3ja ára fresti. Komi til þess að hreinsa þurfi rotþrær utan reglulegrar hreinsunar ber viðkomandi kostnað af henni. Þessi losun gjaldfærist samkvæmt gjaldskrá HEF veitna.
Mikilvægt er fyrir eigendur rotþróa að huga að eftirfarandi þáttum:
- Læst hlið á þeim svæðum sem tæma á verða að vera opin þannig að tæmingaraðilar komist óhindrað að rotþróm.
- Rotþrær þurfa að vera aðgengilegar hreinsibíl og vel sýnilegar.
Dagsetningar hreinsana verða auglýstar þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar má fá í síma 4 700 780 eða með því að senda póst netfangið nigar@hef.is.