Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist 79 tilkynningar um tjón í kjölfar aurskriðu sem féll dagana 15. -18. desember síðast liðinn.
Lokið er altjónsuppgjörum vegna húseigna á 10 af 12 altjónsmálum og gert er ráð fyrir að uppgjör vegna altjóna á húseignum ljúki í næstu viku. Í þessari viku og næstu er áætlað að kynntar verði niðurstöður í 40 tjónamötum á hlutatjónum á húseignum og lausafé fyrir eigendum þeirra. Veittur er 14 daga frestur til að gera athugasemdir við niðurstöðuna. Fresturinn er framlengdur ef þess er óskað með sannanlegum hætti og ef eigandi staðfestir að hann uni niðurstöðunni fer uppgjör fram innan 2-3 daga.
Tjón sem tilkynnt voru eftir 8. janúar verða skoðuð og metin af matsmönnum á næstunni.
Framkvæmdastjóri NTÍ verður til viðtals á Seyðisfirði, dagana 26. og 27. janúar næst komandi. Hægt er að bóka viðtal við framkvæmdastjóra til að fá nánari upplýsingar um lög og reglur NTÍ, koma á framfæri athugasemdum við kynnt tjónamat eða annað sem ástæða er til að ræða. Hægt er að bóka viðtal hér eða í síma 575-3300.