Fara í efni

Hádegisfundur í Löngubúð, fimmtudaginn 24. nóvember

22.11.2022 Fréttir Djúpivogur

Í nóvember eru 150 ár liðin frá því að veðurathuganir hófust að Teigarhorni. Í tilefni þess býður Veðurstofa Íslands ásamt Fólkvanginum að Teigarhorni til hádegisfundar í Löngubúð, Djúpavogi, fimmtudaginn 24. nóvember. Á fundinum verða flutt erindi um sögu veðurathugana að Teigahorni, stiklað á stóru um tíðarfarið á staðnum síðustu 150 ár og veitt verður innsýn í heillandi heim veðurvísinda. Seinna um daginn verður afhjúpaður viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir meira en eitt hundrað ára samfelldar mælingar að Teigarhorni.

Hádegisfundurinn stendur milli klukkan 12-13. Súpa og brauð í boði fyrir fundargesti.

Dagskrá:

Kristján Ingimarsson, formaður Fólkvangsins býður gesti velkomna og segir frá staðnum

Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna fer með erindi sem ber heitið „Þoka í grennd - Tíðarfarið að Teigarhorni“.

Guðrún Nína Petersen, sérfræðingur á sviði veðurfræðirannsókna fer með erindi sem ber heitið „Veðurspámennskan er ekkert grín!“.

Öll hjartanlega velkomin.

Hádegisfundur í Löngubúð, fimmtudaginn 24. nóvember
Getum við bætt efni þessarar síðu?