Fara í efni

Grunnskólar Múlaþings þátttakendur í rannsóknar- og þróunarverkefni

15.08.2024 Fréttir

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu í íslensku og raungreinum með aðstoð myndupptökum í kennslustundum (SÆG), fór formlega af stað með tveggja daga vinnustofu 12. – 13. ágúst 2024. Samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Múlaþings. Verkefnið fékk tveggja ára styrk úr Menntarannsóknarsjóði 2024 – 2025.

Meginmarkmið er að þróa leiðir fyrir faglegt nám kennara um gæði kennslu, með notkun myndupptöku úr kennslustundum og markvissum greiningarramma.

Þátttakendur eru samtals 32 sem vinna í þremur teymum að því að þróa og bæta kennslu á mið- og unglingastigi í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Í hópnum eru 22 kennarar sem koma úr 15 grunnskólum, starfsfólk sveitarfélaganna tveggja og fræðafólk á Menntavísindasviði. Stjórnandi verkefnisins er Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið.

Niðurstöður munu leiða í ljós þekkingu á birtingarmyndum góðrar kennslu í náttúrufræði, íslensku og stærðfræði sem þátttakendur munu miðla til skólasamfélagsins.

Grunnskólar Múlaþings þátttakendur í rannsóknar- og þróunarverkefni
Getum við bætt efni þessarar síðu?