Fara í efni

Góður gangur í Hreinsunarátaki

11.07.2023 Tilkynningar Egilsstaðir

Hreinsunarátak í dreifbýlum í Múlaþingi hefur gengið vel hingað til. Íbúar hafa sýnt dugnað í tiltekt og hafa safnast 31 tonn af grófum úrgangi og 121 tonn af brotajárni og dekkjum hingað til.

Styttist nú í lok átaksins og eru íbúar á þeim svæðum sem eru eftir hvattir til að halda áfram að nýta tækifærið vel til að hreinsa til á sínum jörðum.

Eftirfarandi svæði eru eftir af átakinu:

10. til 14. júlí

Jökuldalur/jökulsárhlíð/Hróarstunga

Jökuldalur/jökulsárhlíð/Hróarstunga – Brúarásskóli
Jökuldalur – Réttin í landi Arnórsstaði

17. til 21. Júlí

Fell
Fell – Ormarsstaðarétt

Fyllist gámur með grófum úrgangi þarf að heyra í Íslenska Gámafélaginu í síma: 577-5757 og láta vita.
Fyllist gámur með brotajárni og dekkjum þarf að heyra í Herði hjá Hringrás í síma: 773-1029 og láta vita.

Góður gangur í Hreinsunarátaki
Getum við bætt efni þessarar síðu?