Leikfélag Fljótsdalshéraðs er aftur komið af stað með gamanleikinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Á haustdögum kom okkar góði leikstjóri Guðjón Sigvaldason og sett af stað æfingar. En laust fyrir frumsýningu í lok október voru sóttvarnaraðgerðir hertar vegna Covid 19. Leikfélagið hlýddi að sjálfsögðu kallinu og sendi alla heim með handritið og textinn myndi nú ekki gleymast. Leikarar voru duglegir að vera í sambandi og líklega voru þeir í karakter um öll jólin og áramótin.
Nú í janúar kom Guðjón Sigvaldason, leikstjóri til okkar aftur og tók upp þráðinn að nýju. Nú kossum við fingur og vonum að þetta takist í þetta sinn, því það á að frumsýna á næsta laugardag, þann 23.janúar. Stefnan er tekin á að sýna stíft í stuttan tíma þannig að það borgar sig ekki að bíða með að panta sér miða á sýninguna.
Sýningar
Frumsýning laugardaginn 23.janúar kl. 20:00
Önnur sýning er sunnudaginn 24.janúar kl. 20:00
Þriðja sýning er mánudaginn 25.janúar kl. 20:00
Fjórða sýning er þriðjudaginn 26.janúar kl. 20:00
Fimmta sýning er miðvikudaginn 27.janúar kl. 20:00
Sjötta sýning er fimmtudaginn 28.janúar kl. 20:00
Sjöunda sýning er föstudaginn 29.janúar kl. 20:00
Áttunda sýning er laugardaginn 30.janúar kl. 20:00
LOKASÝNING er sunnudaginn 31.janúar kl. 20:00
Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni og herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað… Fullkomið brúðkaup er frábærlega skrifaður gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást.
Leikarar:
Jón Vigfússon
Trausti Dagbjartsson
Lilja Iren Gjerde
Sandra Dís Linnet
Hrefna Hlín Sigurðardóttir
Fanney Magnúsdóttir
Sýningar verða á Iðavöllum og það er takmarkaðu sætafjöldi á hverri sýningu þannig að miðar verða ekki seldir við hurð aðeins á tölvupósti leikfélagsins leikfelagfljotsdalsherads@gmail.com.
Grímuskylda í sal og gestum er raðað í merkt sæti.
Hlökkum til að opna leikhúsið okkar á ný fyrir áhorfendur.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs.