Fara í efni

Fyrsta skóflustungan að Baugi Bjólfs

19.07.2024 Fréttir

Fyrsta skóflustungan að Baugi Bjólfs á Seyðisfirði var tekin í dag. Undibúningur hefur staðið yfir síðan í vetur en til stóð að hefja verkið á verkstað fyrr, vegna mikils snjós og þess að hann leysti seint þurfti að seinka verkinu. Ef allt gengur að óskum á verkefnið að klárast í haust, þó með þeim fyrirvara að veturinn komi ekki snemma í ár, ef það gerist þá mun verkefnið klárast næsta sumar.

Baugur Bjólfs er hringlaga útsýnispallur staðsettur á Bæjarbrún í fjallinu Bjólfi á Seyðisfirði. Aðdragandinn að framkvæmdunum hefur verið nokkur en byrjaði með hugmyndasamkeppni árið 2021 sem styrkt var af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og unnin í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA).

Vinningstillagan kom frá Ástríði Birnu Árnadóttur og Stefaníu Helgu Pálmarsdóttur frá Arkibygg Arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá exa nordic sem sá um burðarvirkjahönnun.

Verkefnið fékk svo aftur styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 og þá upp á 158 milljónir króna.

Fyrr á þessu ári var svo undirritaður verksamningur við MVA um framkvæmdirnar.

Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar segir þetta marka upphafið að nýjum og mikilvægum áfangastað í þá flóru sem er nú þegar til staðar í sveitarfélaginu ,,Þetta er auðvitað algjör perla fyrir útivistarfólk og falleg gönguleið sem íbúar og gestir geta vonandi nýtt sér strax á næsta ári.“

Almenningur er þó beðinn að vera ekki á ferðinni á svæðinu að óþörfu á meðan framkvæmdum stendur enda er um vinnusvæði að ræða.

Á myndinni eru: Jónína Brynjólfsdóttir (forseti sveitarstjórnar), Villi Konn (Hérðsverk), Magnús Bal…
Á myndinni eru: Jónína Brynjólfsdóttir (forseti sveitarstjórnar), Villi Konn (Hérðsverk), Magnús Baldur (MVA), Hugrún Hjálmarsdóttir (Múlaþing) og Guðmundur Magni (EFLU)
Getum við bætt efni þessarar síðu?