Nýtt skilti hefur litið dagsins ljós við Hafnarhólma.
Eins og margur veit er Hafnarhólmi einn vinsælasti áfangastaður Austurlands en árið 2022 voru rúmlega 40.000 skráðir gestir sem heimsóttu lundann í Hólmanum. Til að standa straum af viðhaldi og enn frekari uppbyggingu hefur verið á stefnu að taka upp gjaldskyldu. Fyrst um sinn var þó ákveðið að um frjáls framlög gesta yrði að ræða og hefur það verið sett á.
Nýja skiltið tekur á móti gestum áður en í Hólmann er gengið. Lífleg fígúra útskýrir í hvað fjármunirnir renna og mikilvægi þess að styðja við svæðið en peningarnir renna einungis til uppbygging hólmans sem og rannsóknir og verndun lífríkis á svæðinu. Notast er við QR kóða sem leiðir inn á greiðslusíðu þar sem gestir geta valið upphæðina sem þeir kjósa að greiða.
Múlaþing gerði samning við nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni Glaze sem sá um útfærslu á greiðslukerfinu.