Fara í efni

Frjáls framlög í Hafnarhólma

05.07.2023 Fréttir Borgarfjörður

Nýtt skilti hefur litið dagsins ljós við Hafnarhólma. 

Eins og margur veit er Hafnarhólmi einn vinsælasti áfangastaður Austurlands en árið 2022 voru rúmlega 40.000 skráðir gestir sem heimsóttu lundann í Hólmanum. Til að standa straum af viðhaldi og enn frekari uppbyggingu hefur verið á stefnu að taka upp gjaldskyldu. Fyrst um sinn var þó ákveðið að um frjáls framlög gesta yrði að ræða og hefur það verið sett á. 

Nýja skiltið tekur á móti gestum áður en í Hólmann er gengið. Lífleg fígúra útskýrir í hvað fjármunirnir renna og mikilvægi þess að styðja við svæðið en peningarnir renna einungis til upp­bygg­ing hólm­ans sem og rann­sókn­ir og vernd­un líf­rík­is á svæðinu. Notast er við QR kóða sem leiðir inn á greiðslusíðu þar sem gestir geta valið upphæðina sem þeir kjósa að greiða. 

Múlaþing gerði samning við nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni Glaze sem sá um útfærslu á greiðslukerfinu.

 

Frjáls framlög í Hafnarhólma
Getum við bætt efni þessarar síðu?