Undanfarin misseri hefur verið unnið að ýmsum úrbótum við húsnæði grunnskólans á Seyðisfirði. Má þar helst nefna framkvæmdir við smíðastofu þar sem öllum gluggum og hurðum verður skipt út og jafnframt nýju loftræstikerfi komið fyrir.
Gamla skóla prýðir nú ný útihurð sem smíðuð var með upprunalegu hurð hússins að fyrirmynd. Gömlu tröppurnar voru brotnar upp, fjarlægðar og nýjar steyptar. Eftir er að koma fyrir handriði á tröppum, lagfæra skyggni og koma fyrir nýjum súlum undir það. Framkvæmdir við skólann hafa verið unnar í samráði við og með samþykki Minjastofnunar Íslands þar sem leitast var við að færa útlit aðal inngangs hússins til upprunalegs horfs. Þóhallur Pálsson, arkitekt, var ráðgjafi við hönnun og útfærslu viðgerðanna.
Lausri kennslustofu hefur einnig verið komið fyrir við grunnskólann og er tilbúin til notkunar. Stefnt er að því að tónlistarkennsla hefjist í stofunni strax að loknu jólafríi.
Nýjir gluggar og hurð á smíðastofu